Skrifstofustarf - starfsmannafélag Landspítala
Við leitum að áreiðanlegum og þjónustulunduðum einstaklingi í skrifstofustarf fyrir starfsmannafélag Landspítala.
Um 50% starf er að ræða og mun viðkomandi tilheyra mannauðsdeild Landspítala en starfa fyrir starfsmannafélagið.
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt skrifstofustarf þar sem þjónusta við félagsfólk er í fyrirrúmi. Starfið felst meðal annars í allri umsýslu er varðar orlofshús félagsins, bókanir og uppgjör þeirra í gegnum orlofskerfi. Unnið er í nánu samstarfi við stjórn starfsmannafélagsins að hinum ýmsu verkefnum, s.s. skipulagningu, utanumhaldi og auglýsingum á viðburðum félagsins, skipulagningu íþróttastarfs og afsláttarkjara fyrir félagsmeðlimi í gegnum Spara appið. Þá ber viðkomandi einnig ábyrgð á að halda utan um reikninga fyrir starfsmannafélagið.
Starfsmannafélag Landspítala starfar í þágu allra starfsmanna spítalans. Á vegum félagsins fer fram margs konar félags- og íþróttastarf og stuðlað er að heilbrigðri útvist með skipulögðum ferðum fyrir starfsmenn og fjölskyldur þeirra. Orlofshús starfsmanna eru 18 og njóta mikilla vinsælda.
- Almenn skrifstofustörf s.s. símsvörun, svörun tölvupósts og upplýsingagjöf
- Þjónusta við félagsfólk, til dæmis vegna skráningar í starfsmannafélagið og bókun orlofshúsa
- Öll umsýsla með orlofshús starfsmannafélagsins, svo sem utanumhald á bókunarkerfi og úthlutun orlofshúsa
- Skipulagning og utanumhald viðburða á vegum starfsmannafélagsins
- Skrifa fréttir og auglýsa viðburði á innri vefum Landspítala
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórn starfsmannafélagsins
- Hagnýt menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Mjög góð tölvukunnátta
- Nákvæm vinnubrögð og skipulagshæfni
- Framúrskarandi þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: heilbrigðisþjónusta, skrifstofustarf, ritari