Tímabundið starf á erfða- og sameindalæknisfræðideild
Við leitum eftir háskólamenntuðum einstaklingi í tímabundið starf til eins árs á erfða- og sameindalæknisfræðideild. Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, sjálfstæður, hafa góða samskiptahæfni og eiga auðvelt með að vinna í teymi.
Upphaf starfs er samkomulag en æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 8-16, virka daga.
Erfða- og sameindalæknisfræðideild heyrir undir rannsóknarþjónustu og fara þar fram greiningar, vísindarannsóknir, ráðgjöf og kennsla heilbrigðisstétta í faginu. Á deildinni starfa um 40 einstaklingar í öflugu þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum á deildinni. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Þjónusturannsóknir í sameindaerfðafræðirannsóknum og önnur verkefni tengd starfsemi deildarinnar
- Skil á svörum samkvæmt stöðluðum aðferðalýsingum og viðeigandi verklagsreglum
- Að stuðla að faglegu starfi, gæðum og framförum í rannsóknum innan deildarinnar
- Háskólapróf í náttúrufræði, lífeindafræði, lífefnafræði, líffræði eða sambærilegum greinum
- Eins árs starfsþjálfun á sérhæfðum rannsóknarstofum heilbrigðisstofnana eða hafa framhaldsmenntun í greinum heilbrigðisvísinda
- Sérmenntun og/eða starfsreynsla á sviði erfðarannsókna æskileg
- Reynsla af vinnu við klínískar rannsóknir í erfðafræði æskileg
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð skipulagshæfni, frumkvæði, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
- Jákvætt viðmót, lipurð í samskiptum og fagleg framkoma
- Hæfni til að starfa í teymi
- Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í mæltu og rituðu máli
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, náttúrufræðingur, lífeindafræðingur, rannsóknir, heilbrigðisvísindi
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5