Lyfjatæknir í sjúkrahúsapótek
Viltu vinna á skemmtilegum vinnustað með fjölbreytt verkefni? Hefur þú áhuga á að vinna í teymi skemmtilegs fólks og þróa lyfjaþjónustu á klínískum deildum sjúkrahússins? Þá gætum við verið með starfið fyrir þig!
Lyfjaþjónusta Landspítala óskar eftir að ráða öflugan lyfjatækni með sterka þjónustulund og jákvætt viðmót. Við leitum eftir lyfjatæki sem eru sveigjanlegur, framsækinn og tilbúinn að takast á við ólík verkefni. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Á Landspítala starfa um 30 lyfjatæknar í fjölbreyttum verkefnum á Landspítala. Mikil framþróun er í störfum lyfjatækna á Landspítala og spennandi tímar framundan. Verkefni Lyfjaþjónustu eru fjölbreytt og fela meðal annars í sér að þjónusta sjúklinga á öllum deildum spítalans með öflun, blöndun, skömmtun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf um lyf.
Lyfjaþjónusta er stöðugt að þróa starfsemi sína til að bæta lyfjaöryggi og lyfjaumsýslu á Landspítala.
- Birgðastýring lyfja og umsýsla lyfja á lyfjaherbergjum á klínískum deildum
- Þróun þjónustuteyma á klínískum deildum
- Afgreiðsla pantana á deildir, samskipti við klínískar deildir, vörumóttaka
- Fylgni við gæðakerfi og þátttaka í þróun gæðavinnu
- Önnur tilfallandi verkefni
- Lyfjatæknipróf
- Góð samskiptahæfni, liðsmaður og jákvætt viðmót
- Skipulögð, nákvæm og öguð vinnubrögð
- Geta til þess að vinna samkvæmt gæðastöðlum
- Reynsla úr sjúkrahúsapóteki er kostur
- Góð tölvukunnátta
- Íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, lyfjatæknir, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 3/5