Verkefnastjóri aðfanga og útboða - Veitingaþjónusta
Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til að taka að sér hlutverk verkefnastjóra aðfanga og útboða í Veitingaþjónustu Landspítala. Í boði er spennandi starf í lifandi umhverfi sem einkennist af virku umbótastarfi í hópi öflugra einstaklinga þar sem drifkraftur og frumkvæði fá að njóta sín.
Veitingaþjónusta rekur eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi en þar eru daglega framleiddar um 6000 máltíðir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Deildin starfrækir jafnframt 9 matsali og 2 kaffihús undir nafninu ELMA. Hjá Veitingaþjónustu Landspítala starfa um 100 einstaklingar í samhentri deild og fást þar við fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Dæmi um einingar innan veitingaþjónustu eru t.d. framleiðslueldhús sjúklinga, sjúkrahótel og ELMA matsalir og kaffihús Landspítala.
Við leitum að drífandi einstaklingi sem býr yfir menntun og þekkingu í málaflokknum, hefur framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund. Viðkomandi mun taka virkan þátt í uppbyggingu ferla þar sem áhersla verður á skilvirkni, gagnsæ vinnubrögð, rekjanleika og hagkvæmni.
Starfið skiptist í nokkra megin þætti. Daglegt utanumhald málaflokksins, þátttöku og verkefnastýringu umbótaverkefna, eftirlit með verðlagi ásamt gagnagreiningu og skýrslugerð. Starfið felur í sér mikil samskipti bæði innan og utan deildar. Viðkomandi mun taka virkan þátt í starfi innkaupa- og vöruteymis Veitingaþjónustu Landspítala
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust samkvæmt samkomulagi.
- Umsjón með verðfyrirspurnum og framkvæmd útboða, innleiðing þeirra og eftirfylgni
- Greining gagna sem leggja grunn að áætlanagerð
- Samskipti við birgja og aðra hagaðila
- Þátttaka í mótun og innleiðingu innkaupastefnu Veitingaþjónustu, innkaupareglna og ferla
- Eftirlit með birgðastöðu og innkaupaáætlanir
- Skýrslugerð, greiningar og árangursmælikvarðar
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. viðskiptafræði, verkfræði eða sambærilegt
- Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla og/eða færni í að tileinka sér notkun upplýsingakerfa s.s. Excel, Business Objects (BO), Power-BI eða sambærileg skýrslugerðartól er skilyrði
- Greiningarhæfni, hæfni til framsetningar tölulegra gagna og miðlun upplýsinga með greinagóðum og skýrum hætti
- Þekking á lögum og reglum tengdum opinberum innkaupum og útboðum er kostur
- Reynsla af innkaupum, útboðum og vörustýringu er kostur
- Samskipta- og skipulagshæfni, jákvætt hugarfar og lausnamiðuð nálgun
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Tungumálahæfni: Íslenska 5/5, enska 3/5
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, verkefnastjóri, innkaup, vörustýring, útboð