Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður heila- og taugaskurðlækninga og æðaskurðlækninga
Við viljum ráða heilbrigðisritara/ skrifstofumann til starfa sem hefur áhuga á fjölbreyttu og krefjandi starfi í þverfaglegu umhverfi heila- og taugaskurðlækningar og æðaskurlækningar. Á sviðinu starfa samhent teymi starfsfólks sem veita heilbirgðisþjónustu allan sólarhringinn.
Við leitum eftir þjónustuliprum einstaklingi sem er fljótur að læra og tileinka sér hlutina. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og eiga auðvelt með að vinna í teymi. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun og gott starfsumhverfi. Um er að ræða fullt dagvinnustarf sem er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Almenn og sérhæfð ritarastörf á deild s.s. símsvörun, upplýsingagjöf, útvegun og frágangur gagna og gagnavinnsla í tölvukerfum Landspítala
- Ábyrgð á daglegum viðfangsefnum deildar samkvæmt verklagi
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfimann
- Heilbrigðisritaranám, stúdentspróf eða annað sambærilegt nám
- Reynsla af ritarastörfum er kostur
- Jákvætt viðmót, þjónustulipurð, sveigjanleiki og afburða samskiptahæfni
- Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði í starfi og geta til að vinna undir álagi
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð tölvukunnátta
- Þekking á Sögu og klínískum kerfum Landspítala er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Heilbrigðisritari, sérhæfður starfsmaður, símsvörun, skrifstofustörf
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5