Sjúkraliði á göngudeild innkirtla- og gigtarsjúkdóma / Afleysing
Göngudeild innkirtla- og gigtarsjúkdóma óskar eftir sjúkraliða í fjölbreytt starf á góðum vinnustað. Við sækjumst eftir sjúkraliða sem þrífst á spennandi verkefnum, sýnir þjónustulund, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Um er að ræða tímabundið afleysingastarf í 6 mánuði. Starfshlutfall er 60% og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
Á deildinni starfar öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna með sterka framtíðarsýn á þjónustu við sjúklinga þar sem unnið er eftir gagnreyndri þekkingu. Áhersla er á tækninýjungar og fjarþjónustu. Við leggjum metnað í að veita góða aðlögun með reyndum sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum deildarinnar.
Deildin sinnir göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma annars vegar og innkirtlasjúkdóma hins vegar. Einnig er starfrækt þar miðstöð sjaldgæfra sjúkdóma. Starfið sem nú er til umsóknar tilheyrir gigtarhlutanum.
- Umsjón og undirbúningur fyrir innrennsli á göngudeild gigtar
- Virk þátttaka í meðferð sjúklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Undirbúningur og eftirlit með skjólstæðingum deildarinnar
- Umsjón og ábyrgð á umhverfi deildar, birgðum og búnaði
- Virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu deildarinnar
- Virk þátttaka í teymisvinnu
- Önnur verkefni í samráði við deildarstjóra
- Íslenskt starfsleyfi sjúkraliða
- Þekking, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð tölvufærni
- Góð íslenskukunnátta
- Faglegur metnaður
- Áhugi á teymisvinnu
- Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi samskiptahæfileikar
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sjúkraliði, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5