Sérfræðilæknar í geðlækningum óskast í geðþjónustu
Laus eru til umsóknar störf sérfræðilækna í geðlækningum í geðþjónustu Landspítala.
Geðþjónusta Landspítala veitir 2. og 3. stigs geðheilbrigðisþjónustu og ráðgjöf til geðþjónustuaðila á landinu öllu. Störf sérfræðilækna í geðþjónustu eru á legudeildum, dagdeildum, samfélagsgeðteymum, og göngudeildum innan meðferðareininga geðrofssjúkdóma, lyndisraskana, geð- og fíknisjúkdóma og réttar- og öryggisgeðþjónustu. Um er að ræða fjölbreytt störf og eru umsækjendur hvattir til að nefna áhugasvið sitt í umsóknarferlinu.
Leitað er eftir sérfræðilæknum sem hafa áhuga á að vinna að krefjandi verkefnum í umhverfi þar sem fjölbreytni, metnaður og þverfagleg teymisvinna eru í fyrirrúmi með áherslu á umbótastarf og öryggi.
Landspítali býður faglegan stuðning, áherslu á endurmenntun og starfsþróun og þátttöku í að þróa og efla vaxandi þjónustu sem er í forystu í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Störfin eru laus frá 10. janúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
- Sérfræðistörf í samráði við viðkomandi yfirlækni/vinna á legudeild, dagdeild, göngudeild og í samfélagsgeðteymum/greining, meðferð og eftirfylgd sjúklinga
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Þátttaka í kennslu, fræðslu og handleiðslu læknanema og sérnámslækna
- Þátttaka í gæða-, umbóta-, vísinda- og rannsóknastarfi
- Vaktþjónusta geðlækna, ráðgjöf geðlækna
- Íslenskt sérfræðileyfi í geðlækningum
- Faglegur metnaður og áhugi á að starfa með fólki með alvarlega geðræna sjúkdóma
- Sjálfstæði og skipulagsfærni
- Færni í að veita vandaða og gagnreynda meðferð
- Mikil hæfni í samskiptum áskilin
- Þekking á nýjungum í rannsóknum og tengingu við meðferð
- Áhugi á þróun og sérhæfingu í starfi, sveigjanleiki til að tileinka sér nýjungar
- Góð íslensku- og enskukunnátta; kunnátta í öðrum tungumálum er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af námsgögnum og starfsleyfum.
- Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum.
- Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.
- Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed.
Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerking: Heilbrigðisþjónusta, sérfræðilæknir, læknir
Tungumálakunnátta: íslenska 4/5, enska 4/5