Sérfræðingur í hjúkrun - Göngudeild Barnaspítala Hringsins
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í hjúkrun barna með áherslu á börn með svefnvanda á göngudeild barna á Barnaspítala Hringsins.
Skjólstæðingar teymisins eru börn sem eru með svefnvanda og eru í meðferð vegna hans. Starfshlutfall er 80-100% og ráðið verður í starfið frá 1. apríl 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.
- Þróun hjúkrunar og þjónustu innan sérgreinar
- Fagleg teymisstjórn varðandi svefnvanda barna
- Klínísk störf innan teymis
- Frumkvæði og innleiðing nýrra verkferla
- Kennsla og fræðsla
- Ráðgjöf til sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna
- Rannsóknir og gæðastörf
- Meistara- eða doktorspróf í hjúkrun
- Íslenskt sérfræðileyfi í hjúkrun barna
- Starfsreynsla í hjúkrun barna með svefnvanda
- Sérhæfing í hjúkruna barna með svefnvanda
- Leiðtoga- og samskiptahæfileikar
- Reynsla af teymisvinnu
- Hreint sakavottorð
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum
- Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, rannsóknum, gæða- og þróunarverkefnum
- Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið
Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsækjendur skulu framvísa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, sérfræðingur í hjúkrun