Sumarstörf 2025 - Umönnun á Landakoti
Landspítali auglýsir eftir starfsfólki í umönnun á öldrunarlækningadeildum Landakots næsta sumar. Landkot er staðsett í rólegu og rótgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík, andinn í húsinu er einstakur og nálægð við mannlíf Miðborgarinnar er kostur eftir góða vinnudaga.
Við upphaf starfs er boðið upp á einstaklingshæfða aðlögun og umönnunarnámskeið undir leiðsögn sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga, sem undirbýr starfsfólk til að sinna sjúklingum á öruggan hátt. Vaktafyrirkomulag, starfshlutfall og upphaf starfs er samkomulag.
Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu. Lögð er áhersla á fagmennsku, framþróun og stöðugar umbætur. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
- Aðstoða sjúklinga við athafnir daglegs lífs og hreyfingu undir leiðsögn sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga
- Tryggja öryggi sjúklinga
- Yfirseta hjá sjúklingum
- Aðstoða við ritarastörf, sjúklingaflutninga, býtibúr o.fl.
- Stúdentspróf
- Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
- Áhugi á hjúkrun aldraðra
- Góð íslenskukunnátta
- Reynsla af þjónustustarfi eða starfi á heilbrigðisstofnun kostur
- Einstaklingur þarf að hafa náð 18 ára aldri að lágmarki
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Með umsókn skal fylgja
- Starfsferilskrá þar sem nám og fyrri starfsreynsla er tilgreind.
- Staðfesting á stúdentsprófi eða staðfesting á hversu mörgum ECTS einingum er lokið er þegar störf hefjast, ef viðkomandi er í námi
Forsenda ráðningar sem háskólanemi hjá Landspítala er að viðkomandi skili staðfestum gögnum um námsframvindu um leið og þau liggja fyrir að loknu vormisseri.
Stjórnendur hafa samband við þá umsækjendur sem þeir hafa hug á að bjóða í viðtal. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningum loknum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Athugið að sækja þarf sérstaklega um ótímabundin störf sem auglýst eru á starfasíðu Landspítala.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerking: Heilbrigðisþjónusta, umönnun, sérhæfður starfsmaður
Tungumálahæfni: íslenska 4/5