Ritari á taugalækningum
Starf ritara á dag- og göngudeild taugasjúkdóma er laust frá og með 1. febrúar 2025.
Við viljum ráða skipulagðan, lausnamiðaðan einstakling með framúrskarandi samskiptahæfni sem á auðvelt að vinna í teymi.
- Umsjón með að bóka sjúklinga í dag- og göngudeild taugasjúkdóma og taugarannsókn
- Umsjón og frágangur sjúkraskráa og læknabréfa
- Umsjón með vinnutímaskráningu
- Upplýsingagjöf og samskipti, meðal annars við skjólstæðinga og starfsmenn
- Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku
- Góð tölvukunnátta, skipulögð, sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
- Þekking á Sögukerfinu kostur
- Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
- Hæfni og geta til að starfa í teymi
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: heilbrigðisþjónusta, ritari, skrifstofustarf
Tungumálahæfni: íslenska 5/5