Sumarstörf 2025 - Öryggisþjónusta
Landspítali auglýsir laus til umsóknar sumarstörf í öryggisþjónustu. Leitað er eftir jákvæðum, drífandi og lausnamiðuðum einstaklingum með ríka þjónustulund og sem eru sveigjanlegir í starfi. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli samskiptahæfni og getu til að mæta þörfum ólíkra hópa, hafa auga fyrir umbótum og stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi á fjölþjóðlegum vinnustað.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi og býður upp á lifandi starfsumhverfi og gefandi samstarf. Öryggisþjónusta skiptist í eftirlit og vaktmiðstöð. Eftirlit felst meðal annars í að bregðast við útköllum á deildir, reglulegum eftirlitshringjum og aðstoð við rekstrarþjónustu eftir þörfum. Vaktmiðstöð fylgist með öryggis- og eftirlitskerfum spítalans. Meginhlutverk öryggisþjónustu er að tryggja góða þjónustu fyrir allar deildir spítalans, (s.s. flutningsþjónustu, öryggisþjónustu, símaþjónustu, móttökuþjónustu) og ýmsa almenna þjónustu sem styður við daglega starfsemi á spítalanum.
Leitast er eftir fólki í vaktavinnu. Unnið er á 8 tíma vöktum, 12 tímar um helgar, allan sólahringinn. Vinnuvika starfsfólks í dagvinnu er nú 36 stundir. Vinnuvika í fullri vaktavinnu er einnig 36 stundir en getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmið með styttingu vinnuvikunnar er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari.
- Öryggisgæsla, eftirlit og vöktun öryggis- og hússtjórnarkerfa spítalans
- Þjónusta við aðrar deildir
- Móttaka þjónustubeiðna og upplýsingaþjónusta
- Viðbrögð við neyðartilfellum
- Flutningar á sýnum og blóði eftir opnunartíma flutningaþjónustu
- Aðstoð við reglulega flutninga
- Stúdentspróf
- Leiðtogahæfni, framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
- Jákvæðni, hvetjandi hugsun og stuðlar að góðum starfsanda
- Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt og í teymum
- Lausnamiðuð nálgun
- Gerð er krafa um 20 ára lágmarksaldur
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Gild ökuréttindi
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 3/5
Starfsmerkingar: Þjónustustörf, öryggisgæsla, öryggisfulltrúi, sumarstarf