Sjúkraþjálfari á Landspítala Fossvogi
Sjúkraþjálfun Landspítala í Fossvogi óskar eftir sjúkraþjálfurum. Um er að ræða þrjár stöður, ein ótímabundin og tvær tímabundnar til 12 mánaða. Starfshlutfall 100% eða eftir samkomulagi.
Hér er kjörið tækifæri til að dýpka þekkingu og verða hluti af skemmtilegri og öflugri liðsheild. Sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefst því gott tækifæri til að öðlast fjölþætta reynslu. Sjúkraþjálfun í Fossvogi sinnir bráðadeildum og göngudeildum. Möguleiki er að sinna gæsluvöktum á kvöldin og um helgar.
Í sjúkraþjálfun á Landspítala er lögð áhersla á fagþróun, rannsóknir, kennslu og þverfaglegt samstarf. Boðið verður upp á sérhæfða, markvissa þjálfun í störfin hjá sjúkraþjálfurum innan hverrar sérgreinar.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vinnu er nú 36 stundir. Markmiðið með því er að stuðla að betri heilsu og auka möguleika starfsfólks til að samþætta betur vinnu og einkalíf með bættri nýtingu vinnutíma og gagnkvæmum sveigjanleika. Fríðindi í starfi eru samgöngusamningur o.fl.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf 1. mars 2025 eða eftir samkomulagi.
- Skoðun, mat og meðferð
- Skráning í sjúkraskrárkerfi
- Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í þverfaglegum teymum
- Þátttaka í fagþróun
- Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sjúkraþjálfari, sjúkraþjálfun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5