Launafulltrúi
Starf launafulltrúa á launadeild Landspítala er laust til umsóknar. Um er að ræða dagvinnustarf sem felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Við sækjumst eftir öflugum einstaklingi sem er lausnamiðaður, fljótur að læra og tileinka sér hlutina, með ríka þjónustulund, góða samskiptahæfni og sýnir frumkvæði, nákvæmni og aga í vinnubrögðum.
Launadeild heyrir undir skrifstofu mannauðsmála og þar starfa 17 aðilar í nánu samstarfi við starfsfólk spítalans. Meginverkefni launadeildar eru að tryggja að launavinnsla, afgreiðsla launa og launatengdra mála hljóti afgreiðslu í samræmi við samninga, lög, verklagsreglur og leiðbeiningar. Móttaka, úrvinnsla, skráning og varsla launagagna eru grundvallarþættir í starfsemi deildarinnar, sem og aðstoð og leiðbeiningar til starfsfólks og stjórnenda. Unnið er í Orra fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins og Vinnustund.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. febrúar eða eftir nánara samkomulagi. Í boði er stytting vinnuvikunnar, góð vinnuaðstaða, verkefnamiðað vinnurými og gott mötuneyti.
- Afgreiðsla launa og launatengdra verkefna
- Stuðla að samræmi skráningar í launakerfi Orra og Vinnustund
- Yfirfara rafræna skráningu, leiðrétta og senda til launakerfis
- Halda utan um skráningu á starfslokum og uppgjörum vegna starfsloka
- Sinna afleysingum, símsvörun, fyrirspurnum, skjalavörslu og öðrum verkefnum
- Leiðbeina stjórnendum og starfsfólki um launatengda verkferla
- Önnur tilfallandi verkefni
- Rík þjónustulund, frumkvæði og samskiptahæfni
- Greiningarhæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð
- Þekking á launavinnslu almennt
- Þekking á launakerfi Orra er kostur
- Þekking á Vinnustund er kostur
- Þekking á kjarasamningum og stofnanasamningum er kostur
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið og afrit af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á faglegu og stöðluðu matsferli.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum og hefur Landspítali hlotið jafnlaunavottun.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Öllum umsóknum verður svarað.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, launafulltrúi, skrifstofustarf
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 3/5