Starfsmaður óskast í sjúkrahúsapótek
Viltu breyta til? Langar þig að kynnast öflugu fólki og takast á við skemmtileg verkefni? Þá erum við með rétta starfið fyrir þig. Við bjóðum uppá fjölskylduvænan vinnutíma.
Lyfjaþjónusta Landspítala óskar eftir að ráða öfluga liðsmenn í apótek Landspítala til að þjónusta deildir spítalans, sjúklinga og lyfseðlaafgreiðslu. Í Lyfjaþjónustu Landspítala starfa um 90 lyfjafræðingar, lyfjatæknar og sérhæft starfsfólk. Lyfjaþjónusta er stöðugt að þróa starfsemi sína til að bæta lyfjaöryggi og lyfjaumsýslu á Landspítala. Verkefni Lyfjaþjónustu eru fjölbreytt og fela meðal annars í sér að þjónusta sjúklinga á öllum deildum spítalans með öflun, blöndun, skömmtun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf um lyf.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
- Afgreiðsla lyfseðla í apóteki og þjónusta
- Afgreiðsla lyfjapantana, vökva og næringardrykkja á deildir spítalans
- Vörumóttaka og frágangur lyfja
- Símsvörun
- Önnur tilfallandi verkefni
- Reynsla af störfum í apóteki er kostur
- Skipulögð, nákvæm og öguð vinnubrögð
- Þjónustulund
- Góð samskiptahæfni, liðsmaður og jákvætt viðmót
- Góð íslensku- og tölvukunnátta
- Ensku kunnátta er kostur, en ekki skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, starfsmaður, sérhæfður starfsmaður, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 3/5