Sumarstörf 2025 - Þróunarsvið
Við leitum eftir jákvæðum og lausnamiðuðum háskólanemum til að starfa á þróunarsviði Landspítala sumarið 2025.
Í boði eru fjölbreytt störf á sviðinu sem tengjast meðal annars heilbrigðis- og upplýsingatækni, lækningatækjum, gagnagreiningu og þjónustu við notendur. Um er að ræða skemmtileg sumarstörf sem henta vel fyrir háskólanema í verkfræði, tölvunarfræði, gagnavísindum eða öðrum tengdum greinum.
Hafir þú áhuga á að kynnast starfsemi spítalans og starfa með okkur í sumar máttu senda okkur umsókn með vel framsettum upplýsingum um fyrri störf og menntun.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem tæplega 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
- Verkefni og ábyrgð eru mismunandi eftir starfseiningum
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins.
Með umsókn skal fylgja:
- Staðfesting á um hversu mörgum ECTS einingum er lokið þegar störf hefjast.
- Starfsferilskrá þar sem nám og fyrri starfsreynsla er tilgreind.
Forsenda ráðningar sem háskólanemi hjá Landspítala er að viðkomandi skili staðfestum gögnum um námsframvindu um leið og þau liggja fyrir að loknu vormisseri.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Stjórnendur hafa samband við þá umsækjendur sem þeir hafa hug á að bjóða í viðtal, öllum umsóknum verður svarað að ráðningum loknum.
Starfsmerking: Heilbrigðisþjónusta, skrifstofustörf, sumarstarf, háskólanemi