Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður í móttöku Brjóstamiðstöðvar
Laust er til umsóknar starf heilbrigðisritara/ skrifstofumanns á Brjóstamiðstöð á Eiríksgötu 5. Starfshlutfall er 100%, unnið er í dagvinnu virka daga og er upphaf starfs 1. mars 2025 eða skv.samkomulagi.
Við leitum eftir þjónustuliprum einstaklingi með góða samskiptahæfni, sem er sjálfstæður í starfi og fljótur að læra og tileinka sér hlutina. Í boði er einstaklingsaðlögun undir leiðsögn reynds starfsfólks og gott starfsumhverfi.
Á Brjóstamiðstöð starfar öflugt teymi sérfræðinga frá mörgum sérgreinum og fagstéttum. Þjónustan er í stöðugri þróun þar sem mikil áhersla er lögð á þjónustumiðaða nálgun og tæknivæðingu eininga innan Brjóstamiðstöðvar. Á einingunni er sterk áhersla lögð á teymisvinnu, við leggjum mikla áherslu á uppbyggingu mannauðs með það í huga að byggja upp skemmtilegan vinnustað. Við leggjum ríka áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart skjólstæðingum og samstarfsfólki.
Vinnustaðurinn og staðsetningin er heldur ekki af verri endanum. Brjóstamiðstöð er staðsett á 3. og 4. hæð að Eiríksgötu 5 í hjarta Reykjavíkur þar sem útsýnið fangar mann á hverjum einasta degi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Almenn ritarastörf á deild s.s. móttaka sjúklinga, tímabókanir, símsvörun, upplýsingagjöf, útvegun og frágangur gagna og gagnavinnsla í tölvukerfi Landspítala
- Þjónusta við skjólstæðinga, aðstandendur og samstarfsfólk
- Ábyrgð á daglegum viðfangsefnum deildar samkvæmt verklagi
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnanda
- Menntun sem nýtist í starfi
- Jákvætt viðmót, lipurð í samskiptum og fagleg framkoma
- Skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
- Hæfni og geta til að starfa í teymi
- Góð tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta áskilin
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Reynsla af móttöku- eða þjónustustörfum æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, heilbrigðisritari, skrifstofustörf, móttaka, ritari, skrifstofumaður
Tungumálahæfni: Íslenska 4/5