Hjúkrunarnemar 3. og 4. árs á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild
Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12G á Landspítala við Hringbraut óskar eftir að ráða jákvæða og þjónustulundaða hjúkrunarnema á 3. og 4. ári. Viðkomandi þurfa að hafa ríka samskipta- og samstarfshæfni og eiga auðvelt með að vinna í teymi.
Um er að ræða hlutastörf með námi með möguleika á áframhaldandi sumarstarfi eða starfi sem hjúkrunarfræðingur að námi loknu. Unnið er í vaktavinnu. Starfshlutfall og upphaf starfa er samkomulag.
Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild er 14 rúma legudeild sem tilheyrir hjarta- og æðaþjónustu og er staðsett á 2. hæð á Landspítala við Hringbraut.
Hjúkrun skjólstæðinga deildarinnar er mjög fjölbreytt og krefjandi og snýr að sjúklingum sem farið hafa í aðgerðir vegna sjúkdóma í hjarta og lungum. Einnig sinnir deildin bráðainnlögnum sem tengjast brjóstholi og sjúklingum með augnsjúkdóma sem þarfnast innlagnar. Ásamt því aðstoðar deildin aðrar sérgreinar eftir þörfum.
Á deildinni starfar áhugasamur hópur ýmissa starfstétta s.s. lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ritara, auk stoðstétta sem koma eftir þörfum s.s. sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa. Á deildinni er lögð áhersla á öryggi sjúklinga og starfsmanna, samvinnu teyma og stöðugar umbætur.
Við leggjum áherslu á að taka vel á móti nýjum samstarfsfólki og veita góða og markvissa aðlögun.
- Hjúkrun sjúklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Bera ábyrgð á að framfylgja fyrirfram ákveðnum verkferlum fyrir sjúklinga sem farið hafa í hjarta-, lungna- og augnskurðaðgerðir
- Þátttaka í teymisvinnu
- Staðfesting á námi í hjúkrunarfræði
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
- Sveigjanleiki í starfi
- Íslenskukunnátta
- Stundvísi
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarnemi, hjúkrun
Tungumálahæfni: íslenska 3/5