Hjúkrunardeildarstjóri Brjóstamiðstöðvar (brjóstaskimunar og göngudeildar Brjóstamiðstöðvar
Við leitum eftir kraftmiklum leiðtoga til að leiða og efla starfsemi Brjóstamiðstöðvar á Landspítala. Undir deildarstjóra heyra brjóstaskimun og göngudeild Brjóstamiðstöðvar. Starfið er unnið í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra, forstöðuhjúkrunarfræðing, aðra stjórnendur og samstarfsfólk.
Deildarstjóri þarf að búa yfir afburða hæfni í samskiptum og stuðla að teymisvinnu innan deildar og við aðra stjórnendur og samstarfsaðila. Deildarstjóri ber þríþætta ábyrgð þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og rekstrarábyrgð. Deildarstjóri er yfirmaður starfsfólks á deildinni, stjórnar daglegum rekstri og er leiðandi um fagleg málefni deildarinnar í samstarfi við yfirlækni Brjóstamiðstöðvar og yfirlækni brjóstaskurðlækninga.
Brjóstamiðstöð var stofnuð innan krabbameinsþjónustu Landspítala árið 2022. Hér er því um spennandi tækifæri að ræða þar sem viðkomandi mun koma að áframhaldandi uppbyggingu deildarinnar og þróun á þjónustu til framtíðar.
Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. mars 2025 eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er forstöðuhjúkrunarfræðingur krabbameinsþjónustu.
- Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun starfseminnar, setur markmið um gæði og öryggi og tryggir eftirfylgni
- Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsmanna á deildinni
- Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði
- Vinnur að samþættingu á þjónustu brjóstaskimunar og göngudeildar Brjóstamiðstöðvar í samráði við yfirlækna og stýrihóp Brjóstamiðstöðvar
- Myndar ásamt yfirlæknum og aðstoðardeildarstjórum stjórnendateymi miðstöðvarinnar og ber ábyrgð á innleiðingu stefnu
- Stuðlar að samvinnu, samráði og uppbyggingu teymisvinnu innan Brjóstamiðstöðvar og við þær starfseiningar sem koma að þjónustu við sjúklinga Brjóstamiðstöðvar
- Framfylgir stefnu og áherslum framkvæmdastjórnar Landspítala
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Framhaldsmenntun í hjúkrun og/eða önnur viðbótarmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er kostur
- Farsæl reynsla af uppbyggingu og stýringu mannauðs er kostur
- Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er kostur
- Leiðtogahæfni, áhugi og vilji til að leiða breytingar og umbætur
- Mjög góð hæfni í samskiptum og jákvætt viðmót
- Hæfni til að leiða teymi
- Sýn og hæfni til að leiða faglega þróun hjúkrunar og gæða- og öryggismál
- Jákvætt lífsviðhorf, lausnamiðuð nálgun og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum
- Ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið
Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunardeildarstjóri, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, deildarstjóri, stjórnunarstarf
Íslenskukunnátta 5/5