Sumarstörf 2025 - Spennandi tækifæri fyrir aðstoðarlyfjafræðing eða lyfjafræðing
Lyfjaþjónusta Landspítala óskar eftir að ráða í sumarstarf aðstoðarlyfjafræðing eða lyfjafræðing á tvær starfsstöðvar, annars vegar í sjúkrahúsapótek og hins vegar í lyfjablöndun.
Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í góðum hópi á öflugum vinnustað. Lyfjafræðingur/ aðstoðarlyfjafræðingur sinnir daglegum verkefnum undir stjórn og í samvinnu við lyfjafræðinga. Landspítali er háskólasjúkrahús með afar fjölbreytt störf og starfsemi.
Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu og þar eru fjölmörg tækifæri til starfsþróunar og nýrra áskorana.
- Umsýsla og afgreiðsla lyfja til deilda sjúkrahússins og sjúklinga
- Fagleg ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks um lyfjatengd mál
- Afgreiðsla lyfseðla og ráðgjöf til sjúklinga í afgreiðsluapóteki
- Umsjón með neyðarlyfjum, undanþágulyfjum og úrræði við lyfjaskorti
- Samskipti við aðrar deildir sjúkrahússins, birgja og opinberar stofnanir
- Vinnur í teymi lyfjafræðinga í lyfjablöndun
- Umsjón með blöndun lyfja í hreinum rýmum
- Önnur tilfallandi verkefni
- Starfsleyfi sem lyfjafræðingur/ aðstoðarlyfjafræðingur
- Skipulögð, nákvæm og öguð vinnubrögð
- Þekking á Oracle, Medicor og Therapy er kostur
- Afbragðs samskiptahæfni og sveigjanleiki
- Öflugur liðsmaður og jákvætt viðmót
- Góð íslenskukunnátta og tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5