Aðstoðarfólk á bráðamóttöku
Bráðamóttaka Landspítala í Fossvogi vill ráða til starfa öflugt aðstoðarfólk. Deildin er opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þangað koma allir sjúklingahópar Landspítala og er því starfið fjölbreytt og engir dagar eins. Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er náið með öllum starfsstéttum. Á deildinni ríkir sérstaklega góður starfsandi.
Við leitum eftir metnaðarfullu liðsfólki sem er sjálfstætt í starfi, með ríka þjónustulund og góða samskiptahæfni. Um er að ræða vaktavinnu, 80-100% starfshlutfall. Upphaf starfs er samkomulag en æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Lágmarksaldur umsækjanda er 18 ár. Nýtt starfsfólk fær góðan aðlögunartíma undir handleiðslu reynds starfsfólks.
Vinnuvika starfsfólks í vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari.
- Flutningur sjúklinga innan deildar og milli deilda
- Áfyllingar á vörum og yfirferð á rýmum, tækjum og búnaði
- Sérhæfð þrif og halda deild snyrtilegri
- Yfirsetur
- Aðstoð við móttöku sjúklinga
- Önnur tilfallandi verkefni
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum
- Rík þjónustulund og sjálfstæði í starfi
- Góð íslenskukunnátta
- Enskukunnátta er kostur
- Skyndihjálparkunnátta er kostur
- Lágmarksaldur umsækjanda er 18 ár
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, aðstoðarmanneskja, almenn störf, þjónustustörf, teymisvinna
Tungumálahæfni: Íslenska 4/5