Hjúkrunarfræðingur á bráðaöldrunarlækningadeild Fossvogi
Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingi til starfa á bráðaöldrunarlækningadeild B-4 Fossvogi. Deildin er 20 rúma og er meginstarf hennar greining og meðferð bráðra sjúkdóma hjá öldruðum. Markvisst er unnið að umbótum í starfi og umhverfi og höfum við lagt áherslu á byltuvarnir, sýkingavarnir og fyrirbyggingu lyfjaatvika.
Á deildinni starfa um 50 einstaklingar í þverfaglegu teymi. Við leggjum áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart samstarfsfólki og vinnustaðnum okkar. Í boði er góð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum.
Unnið er á þrískiptum vöktum og er starfshlutfall samkomulag. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
- Ákveður, skipuleggur og veitir hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðinga og ber ábyrgð á meðferð
- Veitir fræðslu til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í teymisvinnu
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Áhugi á hjúkrun aldraðra
- Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5