Sjúkraliði óskast á öldrunalækningadeild L3 Landakoti
Við viljum ráða sjúkraliða til starfa sem hefur ánægju af samstarfi við aldraða. Deildin er 16 rúma og skjólstæðingar þar eru með staðfest færni og heilsumat, af öðrum deildum Landspítala og eru á bið eftir plássi á hjúkrunarheimili. Lögð er áhersla á jákvætt framlag sérhvers einstaklings, þátttöku og samvinnu í daglegum störfum deildarinnar.
Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða aðlögun. Unnið er í vaktavinnu og er vinnufyrirkomulag og starfshlutfall samkomulag. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Borghildi, deildarstjóra. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir sem getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Þátttaka í teymisvinnu
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Jákvætt viðhorf og hæfni í mannlegum samskiptum
- Áhugi á hjúkrun aldraðra
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Starfamerking: Heilbrigðisþjónusta, sjúkraliði, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5