Hjúkrunarfræðingur á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild A4 í Fossvogi. Starfshlutfall er 70%-100%, vaktavinna og ráðið er í starfið sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Við bjóðum nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing jafnt sem reynslumikinn velkominn í hópinn. Hjá okkur ríkir einstaklega góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Áhersla er lögð á framþróun og símenntun starfsfólks og er öllum nýliðum veitt góð einstaklingshæfð aðlögun.
HNE-, lýta- og æðaskurðdeild, A4, er 18 rúma bráðadeild og þar er rekin þriggja sérgreina skurðdeild. Á deildinni er sjúklingum sinnt eftir háls-, nef- og eyrnaaðgerðir, lýtaaðgerðir, æðaskurðaðgerðir og einnig er þar starfrækt sérhæfð sáradeild. A4 er eina brunadeildin á landinu og sinnir öllum alvarlegri brunaslysum. Hjúkrunarfræðingar á deildinni hafa sérhæft sig í sárum og sárameðferð. Sjúklingahópurinn er því mjög fjölbreyttur og enginn dagur er eins á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð
- Skipuleggja og veita fræðslu til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Fylgjast með nýjungum innan hjúkrunar
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
- Hæfni og geta til að vinna í teymum
- Íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, Hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 3/5