Mannauðsráðgjafi í málefnum og ráðningum erlends starfsfólks
Hefurðu áhuga á málefnum og ráðningum erlends starfsfólks?
Mannauðsdeild Landspítala óskar eftir að ráða jákvæðan og metnaðarfullan mannauðsráðgjafa til að taka þátt í ráðningum og málefnum erlends starfsfólks innan Landspítala.
Meðal verkefna eru aðstoð við ráðningar, umsýsla gagna og stuðningur við stjórnendur. Viðkomandi þarf að hafa mjög ríka þjónustulund og hafa gaman af því að vinna með fólki. Á Landspítala starfa um 700 einstaklingar af erlendum uppruna í ólíkum störfum.
Ráðið er í starfið frá 1. desember 2025 eða eftir nánara samkomulagi og starfshlutfall er 80%.
Á mannauðsdeild starfa um 23 einstaklingar og heyrir deildin rekstrar- og mannauðssviði. Helstu verkefni deildarinnar eru m.a. mótun og innleiðing verklags við mönnun og ráðningarferla, þ.e. öflun umsækjenda, umsjón með miðlægri heilsuvernd starfsmanna. Einnig sinnir deildin móttöku nýliða, fræðslu, starfsumhverfiskönnunum og umbótaverkefnum á sviði mannauðsmála, starfsumhverfis, vinnuverndar og öryggismála.
- Ráðgjöf og þjónusta við löðun og öflun erlendra umsækjanda
- Móttaka og fræðsla fyrir erlent starfsfólk
- Samskipti við hlutaðeigandi aðila og stofnanir
- Skipulag, skráning og umsýsla gagna sem tengjast erlendum ráðningum
- Þátttaka í teymisvinnu innan mannauðsdeildar
- Fræðsla og kynningar
- Önnur tilfallandi verkefni í samvinnu við stjórnanda
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, menntun á sviði mannauðsmála kostur
- Reynsla af mannauðsmálum
- Reynsla af verkefnastjórnun og/eða umbótastarfi er kostur
- Þekking á umsýslu og ráðningum erlends starfsfólks
- Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
- Skipulögð vinnubrögð
- Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
- Örugg og fagleg framkoma
- Færni í textameðferð, miðlun og tjáningu
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í mæltu og rituðu máli
- Önnur tungumálakunnátta er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið, afrit af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á faglegu og stöðluðu matsferli.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum og hefur Landspítali hlotið jafnlaunavottun 2020-2023.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Öllum umsóknum verður svarað.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, mannauðsráðgjafi, verkefnastjóri
Tungumálakunnátta: Íslenska 4/5, enska 4/5