Starfsmaður á inngripsröntgen og æðaþræðingadeild
Óskum eftir að ráða sérhæfðan starfsmann til að sinna innköllunum og tímabókunum í rannsóknir og inngrip, sem og pöntunum og frágangi rekstrarvara á æðaþræðingu og inngripsröntgendeild í Fossvogi.
Á æðaþræðingu starfar um 20 manna samheldinn hópur sem veitir þjónustu við sjúklinga sem þurfa að undirgangast inngrip eins og æðaþræðingar, sýnatökur, drenísetningar, brennsluaðgerðir og fleira.
Deildin leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er sjálfstæður í starfi, lausnamiðaður, með ríka þjónustulund, góða samskiptahæfni og sem á auðvelt með að vinna í teymi. Um er að ræða 80-100% starf í dagvinnu. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
- Pantanir og frágangur á rekstrarvörum
- Almenn og sérhæfð ritarastörf á deild eins og símsvörun, innkallanir í rannsóknir/inngrip og tímabókanir á æðaþræðingarstofu
- Samskipti við heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við deildarstjóra, yfirlækni og innköllunarstjóra
- Reynsla úr heilbrigðisþjónustu er kostur
- Skipulögð, sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
- Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og sveigjanleiki
- Góð íslensku- og ensku kunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sérhæfður starfsmaður,
Tungumálahæfni: Íslenkukunnátta 4/5, enska 4/5