Almennur læknir - tímabundið starf innan líknarlækninga
Laust er til umsóknar starf almenns læknis innan líknarlækninga á Landspítala. Starfið er tímabundið til 6-12 mánaða og er upphaf starfs 1. maí 2025 eða samkvæmt samkomulagi.
Í starfinu felst klínísk vinna fyrst og fremst á legudeild líknardeildar í Kópavogi en einnig heimavitjanir með sérhæfðri líknarheimaþjónustu HERU. Þá er möguleiki á þátttöku í göngudeildarþjónustu Líknarteymis, ýmist í Kópavogi eða Hringbraut. Ávallt er náið samstarf við sérfræðilækna líknarþjónustu.
Starfið nýtist sérlega vel þeim sem hafa hug á sérnámi í almennum lyflækningum eða öðrum undirsérgreinum lyflækninga en einnig flestum öðrum klínískum sérgreinum læknisfræðinnar.
Athugið að auglýst staða telst hvorki til formlegs sérnáms né sérfræðiréttinda á Íslandi eða í öðrum Evrópuríkjum.
Unnið er eftir starfslýsingu og undir skipulagðri handleiðslu sérfræðilæknis.
- Meðferð og þjónusta við sjúklinga í líknandi meðferð
- Möguleiki á þátttöku á vaktalínum sérnámslækna innan almennra lyflækninga
- Þátttaka í þverfaglegri samvinnu og samráðsfundum
- Þátttaka í kennslu og vísindastarfi eftir atvikum
- Almennt íslenskt lækningaleyfi
- Sérnámsgrunni eða sambærilegu starfsnámi lokið við upphaf starfs
- Góð færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
- Öguð vinnubrögð
- Áhugi á að bæta sig í faglegu klínísku umhverfi
- Gott vald á íslensku máli
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Læknir, almennur læknir
Tungumálahæfni: íslenska 4/5,