Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður á A3 Fossvogi
Laust er til umsóknar starf heilbrigðisritara/ skrifstofumanns á göngudeild lyflækninga A3 í Fossvogi. Starfshlutfall er 80-100 og um er að ræða dagvinnustarf, virka daga, sem felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt verkefni.
Göngudeild A3 sinnir fjölbreyttum hópi skjólstæðinga og þar eru margar sérhæfðar einingar; göngudeild svefns, súrefnis, smitsjúkdóma og ofnæmis, lungnarannsókn, heimateymi lungnahjúkrunar og önnur sérhæfð teymi lungnasjúklinga, heimaöndunarvélateymi, dagdeild og transteymi. Á A3 starfa rúmlega 50 einstaklingar í þverfaglegu teymi og nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum.
- Tímabókanir og símsvörun
- Panta og skipuleggja ýmsar klínískar rannsóknir
- Þátttaka í gæðastarfi og þróun þjónustu innan einingar
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við deildarstjóra
- Heilbrigðisritaramenntun, stúdentspróf og/eða reynsla af ritarastörfum
- Skipulögð vinnubrögð og frumkvæði
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta
- Þekking á Sögu- og heilsugátt Landspítala er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Heilbrigðisritari, sérhæfður starfsmaður, símsvörun, skrifstofustörf
Tungumálahæfni: íslenska 5/5, enska 4/5