Innkaupafulltrúi á innkaupadeild Landspítala
Ertu jákvæður, lausnarmiðaður og þjónustulipur einstaklingur? Landspítali er að leita að kraftmiklum aðila til að styrkja Innkaupadeildina. Við erum að leita að einstaklingi sem hefur góða skipulagshæfni er jákvæður, drífandi og hefur áhuga á að skapa árangur.
Innkaupadeild Landspítala heyrir undir rekstrar- og mannauðssvið en helstu verkefni deildarinnar eru útboð, verðfyrirspurnir, samningar og samningastjórnun. Innkaupafulltrúi á Innkaupadeild er í miklum samskiptum við fagfólk Landspítala og birgja.
Við sækjumst eftir einstaklingi sem hefur ríka þjónustulund, góða samskiptahæfni og sýnir frumkvæði og nákvæmni í vinnubrögðum. Starfshlutfall er 100% og er upphafsdagur starfs samkomulag.
- Umsjón með pöntunum, eftirliti og svörum til birgja og viðskiptavina tengt heildsölu lyfja hjá Landspítala
- Eftirfylgni við pantanir
- Samskipti við ýmsar deildir spítalans og ytri viðskiptavini
- Samskipti við fagfólk LSH, heilbrigðisstofnanir og birgja
- Önnur verkefni er tengjast Innkaupadeild Landspítala
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
- Nákvæmni, samskiptahæfni og góð þjónustulund
- Reynsla af bókhaldi er kostur
- Frumkvæði, metnaður, nákvæmni og agi í vinnubrögðum
- Jákvætt viðhorf og góðir samskiptahæfileikar
- Mikil tölvufærni, sérstaklega í Excel, einnig er kostur að hafa reynslu af gagnakerfum
- Góð kostnaðarvitund
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Tungumálahæfni: Íslenska 4/5, enska 4/5
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, innkaupafulltrúi, skrifstofustarf, fjármál