Háskólamenntaður starfsmaður á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda/ dagvinna á Svefnmiðstöð
Auglýst er eftir öflugum einstaklingi til starfa á Svefnmiðstöð Landspítala. Um er að ræða dagvinnu með föstum vinnutíma.
Deildin sinnir greiningu og meðferð svefntengdra sjúkdóma. Á Svefnmiðstöðina koma m.a. einstaklingar sem þurfa á svefnöndunartæki að halda og eftirfylgd er m.a. sinnt með fjarþjónustu. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða og unnið er í þverfaglegri teymisvinnu.
Við leitum eftir framsæknum, jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi með góða samskiptahæfni. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
- Innleiða kæfisvefns,- og öndunarstuðningsmeðferð hjá sjúklingum
- Eftirlit með meðferð, fjarþjónusta og stuðningur í síma
- Móttaka sjúklinga, þjónusta og stuðningur
- Þátttaka í teymisvinnu
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda sem nýtist í starfi, s.s. hjúkrunarfræði, sálfræði.
- Faglegur metnaður, þjónustulund og umbótahugsun
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Gott tölvulæsi
- Jákvætt viðmót, lipurð í samskiptum og fagleg framkoma
- Góð íslensku kunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, félagsvísindi, heilbrigðisvísindi
Tungumálahæfni: íslenska 5/5