Viltu starfa við svefnrannsóknir og meðferð svefnsjúkdóma?
Við sækjumst eftir drífandi einstaklingi til að sinna spennandi starfi svefnmælifræðings á Svefnmiðstöð Landspítala.
Miðstöðin sinnir greiningu og meðferð svefntengdra sjúkdóma. Starfið er undir leiðsögn sérhæfðs starfsfólks og sérfræðilækna samkvæmt því sem best gerist og í samræmi við alþjóðlega staðla. Stuðningur við sjúklinga er hvoru tveggja á Landspítala sem og á landsbyggðinni. Mikilvægi svefns á heilsu er mikið rannsakað og áhrifin víðtæk og mikilvægt að umsækjandi hafi áhuga á lífeðlisfræði, tækni, þjónustu, heilsu og vellíðan fólks. Námstækifæri eru til staðar tengt svefni og boðið verður upp á stuðning til að ná fullgildu svefntækninámi, Registered Polysomnographic Technologist (RPSGT).
Á deildinni starfar þverfaglegur hópur fagfólks og lagt er upp úr teymisvinnu sérfræðilækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, heilbrigðisverkfræðinga, ritara o.fl.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Unnið er í dagvinnu en hluti starfsins eru vaktir á kvöldin og næturvaktir.
- Undirbúa sjúklinga fyrir svefnrannsókn
- Framkvæma, skora og greina svefnmælingu (polysomnography), kæfisvefnsskimun, Multiple Sleep Latency Test
- Innleiða kæfisvefns- og öndunarstuðningsmeðferð hjá sjúklingum
- Eftirlit með meðferð, þ.m.t. rauntímaeftirlitsmælingar með árangri á svefnöndunarvél
- Þjónusta og stuðningur við sjúklinga
- Þátttaka í teymisvinnu
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísindi, líffræði, heilbrigðisverkfræði, sálfræði og eða sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi, íslenskt starfsleyfi heilbrigðisstéttar eins og við á
- Reynsla af tölvuvinnslu/ tölvulæsi
- Faglegur metnaður, þjónustulund og umbótahugsun
- Sjálfstæð, vönduð og skipulögð vinnubrögð
- Hæfileiki til að starfa í þverfaglegu teymi
- Jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum
- Íslensku kunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum Starfatorg. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi (ef við á). Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, náttúrufræðingur, rannsóknir, heilbrigðisvísindi,
Tungumálakunnátta: Íslenska 5/5