Rafvirki á tæknideild
Rekstrar- og mannauðssvið Landspítala auglýsir laust til umsóknar fullt starf rafvirkja sem tilheyrir tækniþjónustu Landspítala.
Verkefni rafvirkja á Landspítala eru fjölbreytt og gefandi og oft unnin við aðstæður sem markast af þeirri þjónustu sem Landspítali veitir. Við leitum að þjónustulunduðum og úrræðagóðum rafvirkja til starfa með öflugu tækni- og viðhaldsteymi spítalans. Starfið felur í sér fjölbreytt viðhaldsverkefni, bilanagreiningu og uppsetningu rafbúnaðar í umhverfi þar sem öryggi og nákvæmni skiptir öllu máli. Viðkomandi þarf að búa yfir miklu sjálfstæði og lipurð í mannlegum samskiptum.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust samkvæmt samkomulagi.
- Skipulag og framkvæmd viðhalds á tækni- og rekstrarkerfum spítalans
- Umsjón með þjónustuaðilum og viðhaldsáætlunum
- Eftirlit með ástandsskoðunum og skjölun
- Náin samvinna við aðrar iðngreinar, heilbrigðisstarfsfólk og utanaðkomandi verktaka
- Viðkomandi sinnir bakvöktum
- Sveinspróf í rafvirkjun
- Meistararéttindi í rafvirkjun kostur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi kostur
- Reynsla af þjónustu við lág- og smáspennukerfi
- Sjálfstæð, skipulögð vinnubrögð og lipurð í mannlegum samskiptum
- Góð tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Tungumálahæfni: íslenska: 3/5, enska 3/5
Starfsmerkingar: rafvirki, meistari, rafeindavirki, teymisvinna