Geislafræðingar - áhugaverð störf
Ertu hugmyndaríkur og tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni? Við leitum eftir jákvæðum og metnaðarfullum geislafræðingum í fjölbreytt störf í öflugt teymi okkar á röntgendeild Landspítala. Á Landspítalanum er stærsta og fjölbreyttasta röntgendeild landsins. Góð tækifæri til að starfa við almennt röntgen, skyggningar, tölvusneiðmyndir, segulómun, jáeindaskanna, og ísótópa. Á deildinni vinnur þverfaglegur og öflugur hópur starfsfólks þar sem lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð, góðan starfsanda, nýliðun í stéttinni, virðingu gagnvart vinnustaðnum og starfsfólki.
» Framkvæmd myndgreiningarannsókna
» Sérhæfð verkefni eftir atvikum sem heyra undir starfsemi deildar
» Virk þátttaka í gæðastarfi
» Skráning í upplýsingakerfi deildarinnar (RIS og PACS)
» Stuðla að góðri myndgreiningarþjónustu
» Íslenskt starfsleyfi geislafræðings
» Mjög góð samskiptahæfni og fagleg framkoma gagnvart þjónustuþegum og öllu samstarfsfólki
» Hæfni, vilji og geta til starfa í teymi
» Stundvísi og áreiðanleiki
» Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
» Frumkvæði og skipulagsfærni
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta.
Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að. Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, geislafræðingur,