Tungumálakennari
Endurhæfingarþjónusta á Landspítala óskar eftir að ráða öflugan tungumálakennara til að kenna erlendu starfsfólki á Landspítala íslensku með áherslu á talað mál.
Við sækjumst eftir menntuðum kennara með sérþekkingu á sviði fullorðinsfræðslu. Viðkomandi þarf að vera hugmyndaríkur, lausnamiðaður, áhugasamur um nýjungar í kennsluháttum og eiga auðvelt með að vinna í teymi.
Um er að ræða nýtt og spennandi starf og mun viðkomandi starfa á Landakoti sem staðsett er í rólegu og rótgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík og andinn í húsinu er einstakur. Næsti yfirmaður er forstöðuhjúkrunarfræðingur endurhæfingarþjónustu.
Landspítali býður upp á gott starfsumhverfi sem er í stöðugri framþróun og sinnir margvíslegum verkefnum.
- Þróa aðferðir, sem byggðar eru á bestu þekkingu, við íslenskukennslu
- Kenna og þjálfa erlent starfsfólk í íslensku í samvinnu við Menntadeild
- Veita kennslufræðileg ráðgjöf m.a. við gerð fræðsluefnis
- Taka þátt í umbótaverkefnum og öðrum tilfallandi störf
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Sérþekking á námi og kennslu fullorðinna
- Haldgóð þekking á nýtingu rannsóknaniðurstaða í starfi
- Mjög góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
- Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
- Einstakur áhugi á íslenskukennslu fullorðinna
- Þekking á umhverfi heilbrigðisstofnana er kostur
- Mjög góð íslenskukunnátta og góð enskukunnátta
- Góð þekking á upplýsingatækni
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Kennari, íslenskukennsla, verkefnastjóri
Tungumálahæfni: íslenska 5/5, enska 4/5