Hjúkrunarfræðingur við ónæmisfræðideild
Ónæmisfræðideild Landspítala óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í allt að 100% starfshlutfall frá 1. september 2025. Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í dagvinnu, frábært samstarfsfólk, góðan starfsanda og mikil tækifæri til að þróa faglega sérþekkingu.
Í starfinu felst m.a. áframhaldandi þróun á nýrri þjónustu hjúkrunarfræðinga fyrir einstaklinga með skertar ónæmisvarnir (60%) og einstaklinga með síþrota, (umhverfisveikindi, langvinnar afleiðingar sýkinga) (40%). Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingsmiðaða aðlögun.
Velkomið að kíkja í heimsókn og fá nánari upplýsingar um starfsemina.
- Umsjón, eftirlit og ráðgjöf við einstaklinga með meðfædda ónæmisgalla í samstarfi við meðhöndlandi teymi, þ.m.t. lækna og hjúkrunarfræðinga
- Áframhaldandi þróun hjúkrunarstýrðrar heimameðferðar, göngudeildarþjónustu, o.fl. fyrir einstaklinga með ónæmisgalla
- Þátttaka í gæða-, kennslu- og rannsóknarstarfi ónæmisfræðideildar sem snýr að meðfæddum ónæmisgöllum, m.a. undirbúningur fyrir skráningu einstaklinga með meðfædda ónæmisgalla í sam-evrópskan gagnagrunn
- Hluti af starfinu er samráð og samstarf við aðrar deildir, dag- og göngudeildir sem sinna einstaklingum (fullorðnum og börnum) með meðfædda ónæmisgalla, bæði innan og utan Landspítala. Þátttaka í samráðsfundum meðferðaraðila þessara einstaklinga
- Leiðandi þátttaka í að stofna móttöku og þjónustu fyrir fólk með umhverfisveikindi s.s. afleiðingar sýkinga, sílikon íhluta og myglu
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góð samskiptahæfni
- Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi og framþróun í starfi deildarinnar
- Virk þátttaka í fjölbreyttu fræðslustarfi
- Sérverkefni sem tengjast starfi deildarinnar
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5