Kennslustjóri sérnáms í bæklunarlækningum
Laust er til umsóknar hlutastarf kennslustjóra sérnáms í bæklunarlækningum við Landspítala frá 1. júní 2025 eða skv. samkomulagi. Um tvær stöður í 20% starfshlutfalli er að ræða sem skiptast á fyrri og seinni hluta sérnámsins. Kennslustjóri er leiðtogi og fyrirmynd og ber ábyrgð á innihaldi, gæðum og framkvæmd sérnáms í bæklunarlækningum auk víðtækrar leiðandi aðkomu að starfsmannamálum sérnámslækna. Meginhlutverk er að tryggja öflugt sérnám og stuðla þannig að árangursríkum lækningum, góðri þjónustu og öryggi sjúklinga ásamt viðeigandi mönnun greinarinnar til framtíðar. Þá gegnir kennslustjóri einnig mikilvægu hlutverki í uppbyggingu og framkvæmd vísindastarfa og umbótavinnu.
Kennslustjóri vinnur í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra, forstöðulækna, yfirlækna, umsjónarsérnámslækna og annað samstarfsfólk. Kennslustjóri hefur aðgang að skrifstofuaðstöðu innan bæklunarlækninga og skrifstofu sérnáms og starfar náið með skrifstofustjóra og verkefnastjórum. Næsti yfirmaður er yfirlæknir sérnáms. Lesa má nánar um hlutverk kennslustjóra í reglugerð 856/2023.
Leitað er eftir sérfræðilækni með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu sérnáms í bæklunarlækningum.
- Íslenskt sérfræðileyfi í bæklunarlækningum
- Leiðtogahæfileikar og geta til að leiða umbótastarf og breytingar, auk frumkvæðis og metnaðar til að ná árangri
- Áhugi og reynsla af kennslu og klínískri þjálfun lækna
- Afburða hæfni í mannlegum samskiptum, teymisvinnu og samvinnu við samstarfsfólk
- Skilyrði er að kennslustjóri hafi klínískar starfsskyldur við starfseiningu sem samþykkt er til sérnáms af mats- og hæfisnefnd í bæklunarlækningum
- Kennslustjóri þarf að hafa lokið viðeigandi þjálfun í handleiðslu
- Fagleg ábyrgð á innihaldi og framkvæmd sérnáms í viðeigandi sérgrein í samræmi við marklýsingu og alþjóðlega gæðastaðla auk viðhalds á marklýsingu í samvinnu við kennsluráð
- Að leiða samræmt ráðningaferli í sérnámi tvisvar á ári
- Að leiða kennsluráð sérnáms í bæklunarlækningum
- Víðtæk leiðandi aðkoma að starfsmannamálum sérnámslækna, í samráði við stjórnendur með þríþætta ábyrgð
- Skipulag og útgáfa námsblokka sérnámslækna í samræmi við marklýsingu
- Skipulag fræðslu og færniþjálfunar í samræmi við marklýsingu
Frekari upplýsingar um starfið
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af námsgögnum og starfsleyfum.
- Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum.
- Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.
- Yfirlit yfir birtar vísindagreinar (eða í ritrýni) sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed.
Viðtöl verða höfð við umsækjendur sem uppfylla hæfnikröfur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sérfræðilæknir