Almennur læknir - Hefur þú áhuga á svæfinga- og gjörgæslulækningum?
Við sækjumst eftir almennum læknum sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á svæfinga- og gjörgæslulækningum. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. júní eða eftir samkomulagi, til 6 mánaða með möguleika á framlengingu.
Starfið veitir góða þekkingu á almennum atriðum við svæfingu sjúklinga sem þarfnast skurðaðgerða og gjörgæslumeðferðar. Reynsla sem nýtist vel þeim sem stefna á starf þar sem þekking á skjótum viðbrögðum vegna bráðra veikinda er þörf, t.d. í heimilislækningum, bráðalækningum eða í áframhaldandi sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum.
Starfsemi einingarinnar er fjölbreytt og á sér stað á gjörgæslum, skurðstofum, bráðamóttökum og legudeildum spítalans. Hjá okkur starfar öflugur hópur sérfræðilækna og sérnámslækna í þverfaglegu teymi. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða aðlögun með kynningu á verklagi og verkferlum.
- Þjálfun í svæfinga- og gjörgæslulækningum með þátttöku í klínísku starfi á skurðstofum og gjörgæsludeildum.
- Kvöld- og helgarvaktir í teymi sérnámslækna og sérfræðilækna
- Þátttaka í kennslu kandídata, læknanema og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsmanna eftir því sem við á
- Þátttaka í vísindastarfi, þróunar- og gæðaverkefnum eftir því sem við á
- Hafa lokið sérnámsgrunni eða sambærilegu starfsnámi, sem samþykkt hefur verið af kennsluráði sérnámsgrunns, við upphaf starfs
- Íslenskt lækningaleyfi
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Öguð vinnubrögð
- Að lágmarki B2 tungumálafærni í íslensku, nema um annað hafi verið samið sérstaklega
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, læknir, læknir með lækningaleyfi