Íþróttafræðingur á Landakoti - tímabundin staða
Langar þig til að öðlast reynslu innan endurhæfingar og vera hluti af hópi sem starfar í krefjandi og skemmtilegu umhverfi?
Laust er til umsóknar starf íþróttafræðings í tímabundið starf í sjúkraþjálfun á Landakoti. Á Landakoti fer fram sérhæfð og þverfagleg endurhæfing fjölbreytts hóps sjúklinga. Lögð er áhersla á greiningarvinnu, fagþróun, kennslu og þverfaglegt samstarf. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og boðið verður upp á markvissa innleiðingu í starfið hjá reyndum íþróttafræðingi og sjúkraþjálfurum.
Í Sjúkraþjálfun á Landspítala er lögð rík áhersla á fagþróun og símenntun, þátttöku í rannsóknum og öflugt þverfaglegt samstarf. Vellíðan starfsfólks er í forgrunni og hlúð er að jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi. Boðið er upp á 36 stunda vinnuviku í 100% starfi með það að markmiði að stuðla að betri heilsu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs, með bættri nýtingu vinnutíma og gagnkvæmum sveigjanleika sem nýtist bæði starfsfólki og vinnustaðnum. Einnig eru í boði samgöngusamningur og önnur starfstengd fríðindi..
Unnið er í dagvinnu og er starfið laust 1. ágúst 2025. Um er að ræða tímabundna ráðningu vegna fæðingarorlofs til eins árs.
- Auka/viðhalda færni sjúklinga í samráði við sjúkraþjálfara
- Hvetja til hreyfingar og skipuleggja starf því tengt
- Aðstoða sjúkraþjálfara við meðferð sjúklinga
- Skráning og skýrslugerð
- Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í þverfaglegum teymum
- Þátttaka í fagþróun og umbótastarfi
- Íþróttafræðingur/íþróttakennari
- Góð íslenskukunnátta (4/5)
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, íþróttafræðingur, endurhæfing, sjúkraþjálfun
Tungumálahæfni: íslenska 3/5