Hjúkrunarfræðingur óskast á endurhæfingardeildina á Grensási
Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings á endurhæfingardeildina á Grensási vegna fjölgunar á legurýmum. Við bjóðum jafnt velkominn reynslumikinn sem og nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu.
Á Grensási er veitt frumendurhæfing eftir erfið veikindi og slys. Hjúkrunin er fjölbreytt og áhersla er á þverfaglega samvinnu. Starfsánægja er mikil og starfsmannavelta lítil, þetta er dýrmætt tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að kynnast öflugri teymisvinnu í þverfaglegu umhverfi. Síðastliðin ár hefur mikil uppbygging verið í starfseminni, þjálfunarsundlaug verið endurgerð og hannaður meðferðargarður við húsið. Glæsileg nýbygging verður opnuð árið 2027 og verður öll aðstaða þar eins og best verður á kosið.
Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
- Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í þverfaglegum faghópum
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Hæfni og áhugi á teymis- og verkefnavinnu
- Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
- Jákvætt viðhorf og samskiptahæfileikar
- Íslenskukunnátta áskilin
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, endurhæfing
Tungumálahæfni: íslenska 4/5,