Tæknilegur vöru- og verkefnastjóri hugbúnaðarlausna
Við leitum að metnaðarfullum og öflugum vöru- og verkefnastjóra með tæknilegan bakgrunn og brennandi áhuga á heilbrigðismálum til að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á sviði heilbrigðis- og upplýsingatækni á Landspítala. Vörustjórar sinna framþróun hugbúnaðarkerfa, rekstri, þjónustu, samskiptum við birgja og samstarfsfólk í tengslum við framþróun nýrra lausna í samráði við klínískar deildir. Hann vinnur jafnframt að framþróun og hagnýtingu tækni og ferla til að tryggja aðgangsheimildir notenda, jafn innan sem utan Landspítala. Starfið er laust samkvæmt samkomulagi.
Hugbúnaðarlausnir tilheyra stafrænni framþróun á þróunarsviði Landspítala og bera ábyrgð á öflun, framþróun og rekstri hugbúnaðarlausna. Á þróunarsviði starfa um 100 einstaklingar og er markmið sviðsins að styðja við þróun heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar og veita framúrskarandi þjónustu við klíníska starfsemi.
- Vöru- og verkefnastýringu og samskipti við birgja og aðra hagaðila
- Ábyrgð á framþróun og rekstri heilbrigðislausna spítalans
- Gerð vegvísa (e. Roadmaps) í samstarfi við notendur, birgja og aðra hagaðila
- Ábyrgð á uppsetningu á nýjum útgáfum og skipulagningu á innleiðingu þeirra
- Viðhald gæðaskjala tengdum aðgangsmálum
- Eftirlit með að aðgangsheimildir séu í samræmi við samþykktir og heimildir
- Samskipti og samningamál við ytri stofnanir vegna aðgangsheimilda
- Samvinna við ábyrgðaraðila gagna innan Landspítala í tengslum við aðgangsheimildir
- Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun
- Þekking og reynsla af innleiðingu, rekstri og þjónustu við hugbúnaðarkerfi
- Þekking og reynsla af þarfagreiningum og samþættingu hugbúnaðarkerfa
- Reynsla af samskiptum við hagaðila og miðlun upplýsinga
- Reynsla af teymisvinnu og/eða vörustjórnun æskileg
- Mikil samskiptahæfni, jákvæðni og þjónustulund
- Drifkraftur, sjálfstæði og ástríða fyrir verkefninu og áhugi á að takast á við nýjar áskoranir
- Frumkvæði og skipulagshæfni, leitast við stöðugar umbætur
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, vörustjóri, verkefnastjóri, verkfræði, tölvunarfræði
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5