Sjúkraþjálfari á Grensási
Við sækjumst eftir sjúkraþjálfara í spennandi starf á endurhæfingardeild Grensási.
Á deildinni er 24 rúma sólarhringsdeild og 30-40 einstaklingar á dagdeild auk göngudeildar. Í sjúkraþjálfun á Grensási vinnur samhentur hópur sem sinnir fjölbreyttri og sérhæfðri endurhæfingu sjúklinga m.a. með skaða í miðtaugakerfi, fjöláverka, aflimanir auk almennrar endurhæfingar. Sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefst því gott tækifæri til að öðlast fjölþætta reynslu. Lögð er áhersla á fagþróun, rannsóknir og kennslu heilbrigðisstétta og þverfaglegt samstarf. Unnið er að nýbyggingu við Grensás, þar verður meðal annars ný og stærri aðstaða fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Starfshlutfall er 80-100% og æskilegt að umsækjandi geti hafið störf 1. nóvember 2025 eða eftir samkomulagi.
- Skoðun, mat og meðferð
- Skráning og skýrslugerð
- Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í þverfaglegum teymum
- Þátttaka í fagþróun
- Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Sjúkraþjálfun, endurhæfing, teymisvinna
Tungumálahæfni: Íslenska 4/5