Hjúkrunardeildarstjóri flæðisdeildar
Starf hjúkrunardeildarstjóra flæðisdeildar á Landspítala er laust til umsóknar. Við leitum að öflugum og metnaðarfullum stjórnanda til að leiða og þróa starfsemi deildarinnar, efla þverfaglegt samstarf og byggja upp góða liðsheild.
Flæðisdeildin er samsett úr innlagnastjórum og útskriftarteymi sem vinna þétt saman að því að gera ferðalag sjúklingsins í gegnum Landspítala sem best fyrir hann og hans þarfir hverju sinni. Að auki mun ný útskriftamiðstöð tilheyra deildinni en áætlað er að hún taki til starfa árið 2026. Hópurinn er samstilltur og skemmtilegur. Hvatt er til vettvangsheimsókna til helstu samstarfsaðila sem og símenntunar og fræðslu. Þá teflir flæðisdeild fram sigurstranglegu liði í Lífshlaupinu ár hvert.
Hjúkrunardeildarstjóri er leiðtogi með faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust samkvæmt samkomulagi.
- Fagleg ábyrgð: Uppbygging, þróun og skipulagning starfseminnar. Setur markmið um gæði og öryggi og tryggir eftirfylgni. Tekur þátt í vísinda- og rannsóknarstarfi
- Starfsmannaábyrgð: Uppbygging mannauðs og dagleg stjórnun starfsfólks deildarinnar
- Fjárhagsleg ábyrgð: Stjórnun rekstrarkostnaðar deildarinnar
- Forysta: Tekur þátt í áframhaldandi uppbyggingu, skipulagningu og þróun flæðis sjúklinga á Landspítala í samstarfi við innri og ytri aðila.
- Gæði og öryggi: Tryggir að öryggis-, gæða- og umbótastarfi sé framfylgt og stuðlar að menningu sálræns öryggis
- Samstarf: Er leiðandi í flæðismálum Landspítala í breiðu samhengi. Er framkvæmdastjóra hjúkrunar til ráðgjafar um mál er varða flæði, útskriftir og skipulag því tengdu. Er í þéttu samstarfi við ytri hagaðila s.s. aðrar heilbrigðisstofnanir og Heilbrigðisráðuneyti vegna flæðismála.
- Stefna og áherslur: Framfylgir stefnu og áherslum framkvæmdastjórnar Landspítala
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Framhaldsmenntun í hjúkrun og/ eða önnur framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er kostur
- Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri er kostur
- Reynsla af flæðismálum s.s. innlagnarstjórn eða reynsla í útskriftamálum er skilyrði
- Leiðtogahæfni, áhugi og vilji til að leiða breytingar og umbætur
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót, og lífsviðhorf og lausnamiðuð nálgun
- Hæfni til að leiða teymi og vinna að sameiginlegum markmiðum
- Mjög góð hæfni í samskiptum og jákvætt viðmót
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta og í ræðu og riti
Frekari upplýsingar um starfið
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfi
- Ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið
Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, deildarstjóri, stjórnunarstarf
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5