Læknar með vilyrði fyrir tímabundnu lækningaleyfi frá embætti landlæknis
Laus eru til umsóknar störf fyrir lækna sem hafa sótt um starfsleyfi til embætti landlæknis og fengið afgreiðslu sem kveður á um að læknir geti fengið tímabundið lækningaleyfi til að ljúka aðlögunartíma sem læknir á Íslandi undir handleiðslu læknis með ótakmarkað starfsleyfi sbr. 13. gr. reglugerðar nr. 483/2023.
Landspítali mun skipuleggja slíkan slíkan 6 mánaða aðlögunartíma skv. gæðaskjali Landspítala um umsagnarráðningar lækna, með skilgreindan handleiðara á viðkomandi starfsstöð skv. tilmælum embættis landlæknis. Upphaf starfs getur verið á tímabilinu nóvember 2025-janúar 2026 og er ráðningartímabil 6 mánuðir. Í lok tímans myndi handleiðari skila ítarlegri skýrslu til embættis landlæknis eins og kveðið er á um í fyrirmælum frá embættinu.
- Tekur þátt í teymisvinnu og göngudeildarvinnu, eftir því sem við á
- Aðstoðar við sjúkdómsgreiningu, meðferð og eftirfylgd sjúklinga, undir stjórn sérnámslækna og sérfræðilækna og á ábyrgð yfirlæknis viðkomandi deildar eða einingar
- Aðstoðar við að veita sjúklingum bestu mögulegu læknisþjónustu sem tök eru á að veita hverju sinni
- Vinnur skv. gæðaskjali Landspítala um umsagnarráðningar lækna
- Skráir í sjúkraskrá undir leiðsögn lækna og fer eftir reglum um skráningu lækna í sjúkraskrá
- Hafa lokið læknisfræðimenntun og fengið umsögn frá embætti landlæknis þar sem mælt er með aðlögunartímabili með starfi á heilbrigðisstofnun
- Geta hafið störf á tímabilinu nóvember 2025-janúar 2026
- Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu samstarfi
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
- Þekking á íslenskum lögum og reglugerðum er varða störf lækna á Íslandi
- Þekking á uppbyggingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi
- Lágmarkskunnátta í íslensku (umsækjandi þarf að skila skírteini sem sýnir fram á B2 tungumálafærni)
Frekari upplýsingar um starfið
Með umsókn skal fylgja
- Starfsferilskrá þar sem nám og fyrri starfsreynsla er tilgreind.
- Skírteini sem sýnir fram á B2 tungumálafærni í íslensku.
- Umsögn frá 1-2 atvinnurekendum sem þekkja vel til læknis í starfi, sjá viðhengi.
Við úrvinnslu umsagna er einkum horft til þess að íslenskukunnátta sé til staðar og að læknir hafi viðhaldið þekkingargrunni sínum frá útskrift út læknanámi með endurmenntun.
Starfsmerkingar: læknir, heilbrigðisþjónusta
Tungumálahæfni: íslenska 3/5