Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara og móttaka í Sjúkraþjálfun á Hringbraut
Vilt þú verða hluti af góðri liðsheild í Sjúkraþjálfun á Landspítala við Hringbraut? Við leitum eftir áhugasömum einstaklingi í fjölbreytt starf sem felur í sér bæði aðstoð við þjálfun sjúklinga í sjúkraþjálfun og ýmis ritarastörf tengd daglegum rekstri í móttöku. Starfið er unnið í nánu samstarfi við annan aðstoðarmann og sjúkraþjálfara á deildinni. Starfshlutfall er 80-90% og unnið er í dagvinnu.
Í sjúkraþjálfun á Hringbraut starfar samhentur hópur og ríkir góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Á deildinni starfa um 20 starfsmenn sem sinna fjölbreyttri endurhæfingu m.a. sjúklingum með hjartasjúkdóma, krabbamein, eftir skurðaðgerðir auk almennri endurhæfingu eftir veikindi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vinnu er nú 36 stundir. Markmiðið með því er að stuðla að betri heilsu og auka möguleika starfsfólks til að samþætta betur vinnu og einkalíf með bættri nýtingu vinnutíma og gagnkvæmum sveigjanleika.
- Eftirlit með sjúklingum í tækjasal
- Aðstoða sjúkraþjálfara og sjúklinga við þjálfun
- Móttaka og skráning
- Pantanir og símavarsla
- Umsjón með vinnusvæði, létt þrif á tækjum, umsjón með líni og öðrum rekstrarvörum
- Önnur tilfallandi verkefni
- Jákvætt viðmót, frumkvæði og góð samskiptahæfni
- Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hóp
- Metnaður og skipulagshæfni
- Almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
- Reynsla af umönnun er æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, aðstoðarmaður, sjúkraþjálfun, ritarastarf
Tungumálahæfni: íslenska 4/5