Lífeindafræðingur eða náttúrufræðingur
Lífeindafræðingur, náttúrufræðingur eða einstaklingur með sambærilega menntun óskast til starfa á ónæmisfræðideild Landspítala. Á deildinni starfa um 30 manns við greiningar, rannsóknir, ráðgjöf og kennslu heilbrigðisstétta í ónæmisfræði. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri til að vaxa í starfi. Meginhlutverk deildarinnar er að vera leiðandi hvað varðar rannsóknir, greiningu, meðferð og eftirlit ónæmis- og ofnæmissjúkdóma á Íslandi. Auk þess veitir deildin alhliða þjónusturannsóknir á sviði gigtar-, bólgu- og sjálfsofnæmissjúkdóma.
Við viljum ráða sjálfstæðan og skipulagðan einstakling með góða samskiptahæfni sem á auðvelt með að vinna í teymi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Starfshlutfall er 100% og um dagvinnu er að ræða. Starfið er laust frá og með 1. desember 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Vinna við þjónusturannsóknir á sjúklingasýnum
- Sérhæfð verkefni, eftir atvikum, sem heyra undir starfsemi deildarinnar
- Vinna við rannsóknastofukerfi deildarinnar (GLIMS)
- Þátttaka í gæðastarfi deildarinnar
- Þátttaka í kennslu- og vísindastarfi deildarinnar
- Stuðla að góðri þjónustu
- Þátttaka í bakvöktum
- Íslenskt starfsleyfi
- Hæfni og geta til að starfa í teymi
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
- Nákvæmni í vinnubrögðum, yfirsýn og skipulagsfærni
- Góð samskiptahæfni og fagleg framkoma
- Bóklegt og verklegt nám í ónæmisfræði er kostur
- Tungumálahæfni: íslenska 4/5
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta.
Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, lífeindafræðingur, náttúrufræðingur, rannsóknir
Tungumálahæfni: íslenska 4/5