Sálfræðingur í bráða-og ráðgjafaþjónustu geðþjónustu
Sálfræðiþjónusta Landspítala vill ráða til starfa þrjá metnaðarfulla og sjálfstæða sálfræðinga með góða samskiptafærni og sem hafa áhuga á að vinna með fólki sem er að takast á við bráðan geðvanda.
Störfin eru staðsett í bráða- og ráðgjafaþjónustu geðþjónustu. Þar starfar þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsfólks og er starfsemin fjórþætt:
- Bráðamóttaka sjúklinga sem eiga við bráð geðræn veikindi að stríða
- Skammtíma eftirfylgd eftir komu í bráðaþjónustu
- Ráðgjafaþjónusta fyrir bráðamóttöku í Fossvogi
- Ráðgjafaþjónusta fyrir legudeildir Landspítala
Lögð er áhersla á öfluga þverfaglega teymisvinnu og stöðuga þróun.
Um er að ræða faglega krefjandi störf á spennandi vettvangi fyrir sálfræðinga sem hafa áhuga á nýsköpun og framþróun í starfi. Landspítali er þverfaglegur vinnustaður og býður upp á líflegt starfsumhverfi.
Hjá Sálfræðiþjónustunni starfa 80 sálfræðingar í ólíkum þverfaglegum teymum á ýmsum deildum Landspítala. Sálfræðiþjónustan er í stöðugri framþróun og unnið að fjölbreyttum umbótaverkefnum. Margvísleg tækifæri eru til að dýpka þekkingu í greiningu og meðferð. Lögð er áhersla á að sálfræðingar á Landspítala fái öfluga handleiðslu og símenntun í faginu.
- Greining, mat og meðferð á geðrænum vanda, gagnreynd sálfræðileg inngrip og ráðgjöf
- Einstaklings- og hópmeðferð
- Námskeiðahald, ráðgjöf og fræðsla
- Handleiðsla og þjálfun nema í klínískri sálfræði í samræmi við reynslu
- Þátttaka í þróun og uppbyggingu sálfræðiþjónustu á Landspítala
- Þátttaka og uppbygging á þverfaglegri teymisvinnu
- Íslenskt starfsleyfi sálfræðings
- Þekking og reynsla af sálfræðilegri greiningu og sálmeinafræði
- Þekking og reynsla af gagnreyndum aðferðum til að vinna með bráðan vanda t.d. þekking á gerð viðbragðsáætlunar við sjálfsvígshættu er kostur
- Áhugi á að vinna í spítalaumhverfi, reynsla af því að hafa unnið í spítalaumhverfi er kostur
- Framúrskarandi samskiptafærni
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði
- Reynsla af þátttöku í þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstétta æskileg
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Ráðið er í störfin frá 15. nóvember 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsækjendur skulu framvísa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sálfræðingur
Tungumálahæfni: íslenska 4/5