Hjúkrunarfræðingur á göngudeild Landakoti
Tækifæri fyrir framsækinn hjúkrunarfræðing!
Á göngudeild Landakoti vinnur fjölfaglegt teymi að því að veita einstaklingsmiðaða umönnun og stuðning fyrir einstaklinga sem búa heima. Við leitum eftir metnaðarfullum, sjálfstæðum, jákvæðum og glaðlegum hjúkrunarfræðingi til að ganga til liðs við okkur.
Við veitum þér einstaklingsmiðaða aðlögun í upphafi starfsins. Starfshlutfall er 80-100% eða eftir nánara samkomulagi. Upphaf starfa er samkvæmt samkomulagi en æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Unnið er á tímabilinu frá kl. 8-16 virka daga.
Á deildinni er góður starfsandi og unnið lausnamiðað í samstarfi við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra. Virkt endurmenntunarkerfi er á deildinni, deildin er með vikulega fræðslufundi og stendur fyrir fræðsludegi einu sinni á ári.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir.
Hjúkrunarfræðingar deildarinnar eru hluti af þverfaglegu teymi sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf, veitir meðferð og eftirfylgd. Hjúkrunarfræðingar eru tengiliðir skjólstæðinga og aðstandenda þeirra við aðra þjónustu- og meðferðaraðila.
Stór þáttur af starfinu er fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra. Á deildinni eru ýmsar móttökur, sem dæmi; minnismóttökur, byltu- og beinverndarmóttökur, almennar móttökur og hjúkrunarfræðingar eru líka með sjálfstæðar móttökur og veita ráðgjöf í síma. Hjúkrunarfræðingar aðstoða við að efla virkni skjólstæðinga í þeirra nærumhverfi til að tryggja búsetu í eigin húsnæði eins lengi og það er hægt.
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Frumkvæði, sjálfstæði og góð samskiptahæfni
- Áhugi á umbótum og þróun öldrunarþjónustu
- Þekking á þjónustuúrræðum og reynsla í hjúkrun aldraðra er kostur
- Íslenskukunnátta áskilin
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5