Hjúkrunarfræðingur - teymisstjóri í transteymi barna- og unglingageðdeildar
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á göngudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítala.
Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs í stöðu teymisstjóra transteymis barna- og unglingageðdeildar. Á göngudeild er unnið í dagvinnu.
Á barna- og unglingageðdeild er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta við börn sem þarfnast sjúkrahúsþjónustu vegna geðræns vanda. Unnið er í þverfaglegum teymum og er mikil samvinna höfð við fagaðila í nærumhverfi. Á deildunum starfa um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi. Starfsaðlögun er markviss og einstaklingshæfð og miklir möguleikar eru til starfsþróunar og sérhæfingar.
- Heldur utan skipulagningu og framkæmd verkefna í transteymi og vinnur samkvæmt stöðluðum verkferlum
- Starfar í þverfaglegu teymi og sinnir klínískum verkefnum
- Fjölskylduvinna er einn af lykilþáttum starfsins
- Ber ábyrgð á gerð, framkvæmd og endurmati einstaklingshæfðra meðferðaráætlana í samvinnu við fjölskyldur
- Tekur þátt í umbótastarfi og þróun þjónustu
- Stuðlar að góðum starfsanda og menningu sálræns öryggis
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Reynsla af meðferðar-, umönnunar- eða uppeldisstörfum
- Brennandi áhugi á veitingu geðheilbrigðisþjónustu við börn og fjölskyldur
- Framúrskarandi færni í samskiptum og teymisvinnu
- Faglegur metnaður, jákvætt hugarfar og frumkvæði
- Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Hæfni til að starfa samkvæmt öryggisverkferlum deildar
- Góð íslenskukunnátta, í mæltu og rituðu máli
- Góð almenn tölvukunnátta, geta til að læra nýjungar
- Hreint sakavottorð
- Kunnátta í tungumáli stórra samfélagshópa á Íslandi sem eiga íslensku ekki að móðurmáli er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Umsækjendur skulu framvísa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, Hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5