Starfsmannastuðningur og ráðgjöf
Landspítali óskar eftir að ráða einstakling til að sinna stuðningi, ráðgjöf og faglegri handleiðslu fyrir starfsfólk spítalans auk aðkomu að fræðslu og öðrum verkefnum teymisins. Viðkomandi mun tilheyra Stuðningsteymi starfsfólks Landspítala.
Við viljum ráða einstakling sem hefur mikla færni og reynslu í stuðningi og ráðgjöf, er lausnamiðaður, hvetjandi og brennur fyrir eflingu einstaklinga og hópa, teymisvinnu og jákvæðri úrlausn mála. Reynsla af úrvinnslu erfiðra samskiptamála og vinna með vanlíðan af ýmsu tagi er mikill kostur og reynsla af faglegri handleiðslu, stjórnun, markþjálfun og að leiða vinnustofur og hópastarf er kostur.
Stuðningsteymi starfsfólks heyrir undir Mannauðsdeild, starfshlutfall er 100% og ráðið er í stöðuna til eins árs. Starfið er laust frá 1. janúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Þátttaka í stuðnings- og ráðgjafarteymi Landspítala, í samræmi við menntun og reynslu
- Stuðningur, ráðgjöf og handleiðsla við einstaklinga, teymi og hópa
- Fagleg handleiðsla, stuðningur og ráðgjöf við starfsfólk og stjórnendur
- Önnur tilfallandi verkefni
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. sálfræði-, guðfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda
- Reynsla af stuðningsvinnu, vinnu með líðan og úrvinnslu samskiptamála á vinnustað
- Örugg framkoma, gott orðspor og færni í mannlegum samskiptum
- Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
- Viðurkennt handleiðslunám á háskólastigi er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sálfræðingur, félagsráðgjafi, prestur, djákni, hjúkrunarfræðingur, kennari
Tungumálahæfni: Íslenska 5/5, enska 4/5