Leit
Loka

 

 

Landspítalaappið

Landspítalaappið er smáforrit í boði Landspítala og er aðgengilegt öllum sem eiga rafræn skilríki.  Í appinu er meðal annars hægt að sjá rannsóknarniðurstöður, sjá og breyta tímabókunum, svara spurningalistum skoða fræðsluefni sem er sent frá LSH til þín og margt fleira.  Appið nýtist til að óska eftir þjónustu hjá deildum sem hafa opnað á þá virkni.  Aðstandendur geta fylgst með stöðu aðgerða og fengið umboð til að skoða gögn viðkomandi.  Inniliggjandi einstaklingar sjá mælingar, lyfjagjafir, matseðil og fleira.
Nánari upplýsingar um eiginleika í appinu er að finna hér neðar á síðunni. 

Foreldrar og forráðamenn hafa aðgang að skrá sig sem umboðsaðili í appinu fyrir börn sín upp að 16 ára aldri. Aðgangur þessi byggir á forsjártengslaupplýsingum úr þjóðskrá. Verið er að nota umboðskerfi Stafræns Íslands.

Einstaklingar sem eru skráðir forsjáraðilar barna geta skráð sig inn fyrir hönd þeirra í appið sem styðja innskráningu forsjáraðila. Forsjártengslin eru sótt rafrænt með öruggum hætti til Þjóðskrár.

Í Landspítalaappinu geta forsjáraðilar skráð sig inn fyrir hönd barns með því að smella á „Skrá inn sem umboðsaðili“ undir “Meira” neðst í hægra horninu. Þá birtast þeir aðilar sem umboð er til fyrir. Ef ekki er hægt að skrá sig inn fyrir hönd barna þar sem forsjártengsl eru til staðar þarf að hafa samband við Þjóðskrá. 

Ungmenni á aldrinum 16-18 ára þurfa að hafa veitt umboð svo mögulegt sé að sjá þeirra gögn, sjá nánar kaflann „Umboð“.

Yfirlit yfir allar rannsóknarniðurstöður, nema þær sem framkvæmdar eru af Sameind. Rannsóknarniðurstöður birtast í tímaröð ásamt stöðu hverrar rannsóknar. Niðurstöður fyrir blóðrannsókn birtast með tveggja daga seinkun.

Rannsóknarniðurstöður fyrir HIV, sárasótt, lifrabólgu B og C, klamydíu og lekanda birtast í appinu. Í sumum tilfellum mun heilbrigðisstarfsmaður hafa samband vegna niðurstaðna áður en niðurstöðurnar berast í appið.

Neikvæð niðurstaða þýðir að þú ert ekki með það sem rannsakað var.

Jákvæð niðurstaða þýðir að þú hefur greinst með það sem rannsakað var.

Hægt er að óska eftir þjónustu hjá Húð- og kynsjúkdómadeild og Erfðarannsóknum. Fleiri þjónustur munu bætast við. Þegar óskað er eftir þjónustu fær einstaklingur sendan spurningalista innan nokkurra sekúndna í appið. Svara þarf spurningalistanum svo beiðni sé stofnuð og tekin til skoðunar hjá viðkomandi deild.
Yfirlit í tímaröð fyrir tímabókanir, viðburði og sendingar til einstaklings eins og rannsóknarniðurstöður, bókaðar myndrannsóknir, bókaðar og loknar aðgerðir, komur og útskriftir. Upplýsingar um atburði við dvöl á Bráðamóttöku svo sem hvaða læknir er skráður og mælingar lífsmark. Einnig birtist útskriftarbréf frá hjartadeildinni.

Fyrir tímabókanir þá getur einstaklingur breytt bókun og séð hvar á að mæta í gegnum Google Maps. Einnig getur hann séð hjá hverjum tíminn er og bætt bókuninni við sitt persónulega dagatal.

Með því að velja “Dvölin mín” birtast upplýsingar sem eiga við meðan einstaklingur er inniliggjandi. Til dæmis birtast nöfn starfsmanna sem sinna meðferðinni, þ.e. ábyrgur læknir, ábyrgur hjúkrunarfræðingur og ábyrgur sjúkraliði. Lífsmarkamælingar og þróun þeirra birtast í rauntíma, einnig yfirlit yfir lyfjagjafir meðan á innlögn stendur. Hægt er að sjá matseðil og svara þjónustukönnun um matinn. Við útskrift er send þjónustukönnun á einstakling.

Þegar einstaklingur útskrifast þá eru ekki lengur birt gögn undir dvölin mín.

Einstaklingur getur uppfært símanúmer, hæð og þyngd í persónuupplýsingum, þær upplýsingar vistast í sjúkraskrá Landspítalans. Einstaklingur sér upplýsingar um skráð ofnæmi, blóðflokk, yfirlit yfir beiðnir og tilvísanir og skráðar meðferðir.

Einstaklingur getur bætt við aðstandendum og skilgreint vensl sín við þá. Einnig er hægt að stilla hvort að veita megi aðstandendum upplýsingar og hvort senda eigi þeim SMS tilkynningar, með því að haka í viðeigandi reiti. Til að mynda getur aðstandandi fengið upplýsingar um skurðaðgerð í rauntíma ef hakað er í seinni reitinn.

Aðstandendur geta séð tímabókanir. Sjá nánar í kaflanum um „Umboð“.

Einstaklingar geta veitt öðrum umboð til að sjá sín gögn í appinu. Ungmenni á aldrinum 16-18 ára þurfa að veita umboð ef vilji er til að birta öðrum upplýsingar. Umboðsvirknin er tengd Ísland.is

Með umboðskerfi Stafræns Íslands geta einstaklingar skráð sig inn fyrir hönd þeirra einstaklinga sem hafa gefið þeim umboð. Þegar einstaklingur ætlar að skrá sig inn fyrir hönd annarra byrjar hann á því að skrá sig inn með sínum eigin rafrænu skilríkjum og síðan eru umboð hans sótt í umboðskerfið. Það að einstaklingurinn sé alltaf innskráður er gert til að tryggja öryggi og rekjanleika.

Til að veita eða afturkalla umboð velur þú „Meira“ neðst í hægra horninu á appinu og svo „Veita/Afturkalla umboð“ við það ertu komin á umboðskerfi Ísland.is og fylgir næstu skrefum þar.

Til þess að geta fylgst með stöðu aðgerðar í appinu þá þarf viðkomandi einstaklingur að skilgreina þig sem aðstandanda og merkja við að það eigi að senda SMS til þín.
Vottorð sem send eru úr Heilsugátt Landspítalans birtast í appinu sem .pdf. Atvinnurekanda-, læknis-, skólafjarvistarvottorð og Staðfesting á komu. Vottorð er hægt að finna undir Heilsufar.

Fræðsluefni
Hægt að skoða allt fræðsluefni sem hefur verið sent til einstaklings frá Landspítala. Fræðsluefnið opnast sem .pdf skjal. Fræðsluefni birtist undir Samskipti. 

Spurningalistar
Þeir spurningalistar sem hafa verið sendir frá Landspítala birtast undir Samskipti - Spurningarlistar. Hafi spurningalista ekki verið svarað innan þriggja daga frá því hann var sendur fær notandi í appinu tilkynningu þar sem minnt er á að svara. Ósvaraðir spurningalistar eru birtir í 90 daga, eftir það hverfa þeir úr appinu. Hægt er að skoða svaraða spurningalista.

Tilkynning berst í appið þegar spurningalisti er sendur.

140x140

Apple Store

140x140

Google Play

Appið er aðgengilegt fyrir  Android síma og Iphone síma á  Google Play og Apple Store  undir nafninu „Landspítali“

     

Eða

Smelltu hér til að sækja fyrir iPhone
Smelltu hér til að sækja fyrir Android

 

English

Welcome to Landspítali!

With the Landspítali Patient app you can view and manage information related to your hospital stay or visit anywhere anytime. You can see your appointments and location, educational material, answer questionnaires, send in service request for departments that have opened for that service, and more.

Landspítali Patient app is available on Apple Store or Google Play. The name is: „Landspítali”.

 

 

Polski

Witamy w spzitalu!

Przy pomocy telefonu i z aplikacją Landspítali w każdej chwili możesz sprawdzić informacje o pobycie w szpitalu i innych ważnych danych o stanie swojego zdrowia.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?