Kvennadeildir
Á kvennadeildum er veitt sérhæfð heilbrigðisþjónusta fyrir konur á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu og konur með vandamál vegna almennra og illkynja kvensjúkdóma
Hafðu samband
Hér erum við
Hringbraut- Kvennadeildir A-,B- og C álma
Um kvennadeildir
Á kvennadeildum er veitt sérhæfð heilbrigðisþjónusta fyrir konur á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu og konur með vandamál vegna almennra og illkynja kvensjúkdóma.
Veitt er víðtæk ráðgjöf til heilbrigðisstofnana og til almennings.
Grunn- og framhaldsmenntun og rannsóknar- og vísindastarf um heilbrigði kvenna er mikilvægur hluti af starfseminni.
Framhaldsnám í fæðingar- og kvensjúkdómalækningum ásamt ljósmæðranámi er ríkur þáttur í daglegu starfi kvennadeilda.
Megin starfsemin er við Hringbraut en læknar eru einnig, samkvæmt sérstökum samningum, í hlutastarfi við krabbameinsskoðun í leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, kvensjúkdómaþjónustu hjá öldrunardeildum á Landspítala og við skoðanir í Barnahúsi.
Kvennadeildir eru í húsi númer 2 á Landspítalalóð, aðkoma frá Barónsstíg.
Húsið skiptist í A, B og C álmu. Klínísk starfsemi fer aðallega fram í A og B álmu en skrifstofur og kennsluaðstaða er í C álmu, gamla Ljósmæðraskólanum.
Helsti bakhjarl kvennadeilda er Líf styrktarfélag.
Líf styrktarfélag kvennadeilda Landspítalans hefur það að markmiði að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna.
Að félaginu standa núverandi og fyrrverandi starfsmenn kvennadeilda ásamt breiðum hópi fólks víðsvegar úr þjóðfélaginu.
En auk þessa njóta kvennadeildir stuðnings fjölda félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga á ári hverju.
Hagnýtar upplýsingar
Rannsóknarstofa Landspítala og Háskóla Íslands í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum (RKB)
Rannsóknarstofa Landspítala og Háskóla Íslands í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum (RKB)
Rannsóknarstofan er miðstöð rannsókna í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum.
Hún tilheyrir kvenna- og barnaþjónustu Landspítala og nýtur aðstoðar og samvinnu við vísinda- og menntadeild Landspítala, klínískt rannsóknarsetur Landspítala og tilheyrir einnig Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands.
Móttökudeild Kvenna er staðsett á 1 hæð í Kvennadeildarhúsinu við Hringbraut og er opin alla virka dag frá 8-16.
Ef um verki eða blæðingu á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu er að ræða má hafa samband við deildina. Ef um önnur vandamál er að ræða þarf tilvísun frá lækni.
Símanúmer: 543 1000.
Ef brýn þörf er á að hafa samband við deildina utan dagvinnutíma, er hægt að hringja í skiptiborð Landspítala í síma 543-1000 og biðja um samband við legudeild kvenlækningadeildar 21A.
Skýrsla fæðingarskráningarinnar á Íslandi 2020
Skýrsla fæðingarskráningarinnar á Íslandi 2019
Skýrsla fæðingarskráningarinnar á Íslandi 2018
Skýrsla fæðingarskrárningarinnar á Íslandi 2017
Skýrsla fæðíngarskrárningarinnar á Íslandi 2016
Skýrsla fæðingarskráningarinnar á Íslandi 2015
Félagsráðgjafar á Kvennadeildum styðja sjúklinga og fjölskyldur þeirra við að takast á við ýmsa erfiðleika í tengslum við veikindi, álag sem getur fylgt veikindum og aðstæðum tengdum heilsufari. Þeir eru sem brú á milli spítalans og heimaumhverfis; fjölskyldulífs, heimilis og samfélags.
Hægt er að óska eftir tilvísun til félagsráðgjafa hjá sínum lækni eða hjúkrunarfræðingi.